Þórsarar tóku illa í beiðni stuðningssveitar Blika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 15:01 Stuðningsmannasveit Breiðabliks gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu nýverið. Vísir/Hafliði Breiðfjörð Stuðningsfólk Þórs Akureyrar hefur lítinn áhuga á að styðja lið Breiðabliks í leiknum gegn KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Svo virðist sem bæjarstoltið toppi ríginn sem ríkir á milli félaganna. Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Í morgun greindi Vísir frá því að Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefði óskað eftir aðstoð við að „tralla“ á Fésbókarsíðunni „Ég er Þórsari.“ Um er að ræða lokaða síðu þar sem stuðningsfólk Þórs ræðir málefni félagsins, svona öllu jafna. Ef til vill reiknuðu meðlimir Kópacabana að erkióvinir KA væru til í að rétta þeim hjálparhönd í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en svo er aldeilis ekki. Á samfélagsmiðlinum Twitter má sjá skjáskot af hinum ýmsum svörum sem bárust eftir að beiðnin var lögð fram. Það er nokkuð ljóst að Þórsarar hafa lítinn áhuga á að gerast grænir þó ekki sé nema eina kvöldstund. „Þetta mun ég aldrei gera þó svo að ég sé Þórsari. Ég vona að KA vinni þennan leik og komist nær Evrópusæti,“ segir einn. „Allir á völlinn og styðja KA. Tek það fram að ég er Þórsari,“ segir annar. „Þetta finnst mér skammarleg bón,“ segir sá þriðji. „Þótt við séum Þórsarar og erum sífellt að keppa við þá um að vera besta lið bæjarins þá erum við ekki slíkir skíthælar að við mætum á þeirra völl til að styðja utan bæjarlið. Það er öllum Akureyringum til góðs að íþróttafélögunum á Akureyri gangi vel, hvort sem það er KA, Þór eða Skautafélagið. Gangi ykkur allt í haginn Breiðabliksmenn. Þið eruð með frábært lið og þurfið ekki að leita liðsinnis Þórsara,“ sagði sá fjórði og uppskar átta „Like.“ Follow up. Óhætt að segja að tilboðið glæsta er ekki að skora. Þakka góðum vini sem sendi mér. pic.twitter.com/OJXAtIlEZq— Gunni Nella (@gunni_nella) August 24, 2021 Stórleikur KA og Breiðabliks er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17.50 og leikurinn tíu mínútum síðar, klukkan 18.00. Hann verður svo gerður upp með öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni sem hefst klukkan 20.00. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KA Þór Akureyri Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira