Eldskírn í bakverði í sex stiga fallslag: „Var bara frábær í þessum leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 13:00 Óli Valur í baráttunni við Ægi Jarl Jónasson, leikmann KR. Vísir/Hulda Margrét Hinn ungi og efnilegi Óli Valur Ómarsson lék í stöðu hægri bakvarðar í fallslag Stjörnunnar og Fylkis í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Óli Valur, sem leikur vanalega mun framar á vellinum, stóð sig með sóma en farið var yfir frammistöðu hans í Stúkunni að leik loknum. „Mér fannst hann ógnandi, vildi fá boltann og fara á Óla Val Ómarsson í hægri bakvarðarstöðunni. Hann var að reyna og manni fannst gusta um hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um innkomu Djair Terraii Carl Parfitt-Williams í Fylkisliðið í gær. Óli Valur hafði ekki átt í miklum vandræðum framan af leik en Djair var erfiður viðureignar. Það dugði þó ekki til þar sem Stjarnan vann 2-0 sigur á endanum. „Hér sjáum við einmitt Óla Val sem spilaði í hægri bakverði og það var talað um þetta fyrir leikinn, ungur strákur kominn í hægri bakvörðinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en hann spurði Mána Pétursson, sérfræðing, hvernig honum hefði fundist Óli Valur standa sig. „Óli Valur var bara frábær í þessum leik. Það kemur allt öðruvísi ógn frá honum fram á við heldur en frá Heiðari (Ægissyni, sem spilar venjulega í bakverði Stjörnunnar). Hann var eini sinni tekinn í leiknum, Djair tók hann og skildi hann eftir. Annars réð hann bara við allt sem þeir sendu á hann. Einu áhyggjurnar sem ég haf honum í varnarleik er þegar menn ákveða að setja stóran mann á móti honum og skrúfa boltann þangað. Ég hef ekki áhyggjur af honum einn á einn eða að einhver hlaupi framhjá honum,“ sagði Máni um frammistöðu Óla Vals í leiknum. „Við tókum meira eftir honum þegar Djair kom inn á. Daði (Ólafsson) var þarna úti vinstra megin fyrstu 60 mínútur og hann er ekki leikmaður sem fer mikið á varnarmenn, einn á einn. Djair var að reyna, það reyndi því meira á Óla Val í þessum stöðum. Leysti það vel en maður sá líka að það voru merki á honum að hann væri nýr í þessari stöðu og pínulítið tæpur,“ bætti Atli Viðar Björnsson við að endingu. Stjarnan vann eins og áður sagði gríðar mikilvægan 2-0 sigur og lyfti sér aðeins frá fallsvæðinu. Nú munar fimm stigum á Stjörnunni og HK sem situr í 11. sæti Pepsi Max deildarinnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um nýjan hægri bakvörð Stjörnunnar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31 „Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
„Mér fannst hann ógnandi, vildi fá boltann og fara á Óla Val Ómarsson í hægri bakvarðarstöðunni. Hann var að reyna og manni fannst gusta um hann,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, um innkomu Djair Terraii Carl Parfitt-Williams í Fylkisliðið í gær. Óli Valur hafði ekki átt í miklum vandræðum framan af leik en Djair var erfiður viðureignar. Það dugði þó ekki til þar sem Stjarnan vann 2-0 sigur á endanum. „Hér sjáum við einmitt Óla Val sem spilaði í hægri bakverði og það var talað um þetta fyrir leikinn, ungur strákur kominn í hægri bakvörðinn,“ bætti Kjartan Atli við áður en hann spurði Mána Pétursson, sérfræðing, hvernig honum hefði fundist Óli Valur standa sig. „Óli Valur var bara frábær í þessum leik. Það kemur allt öðruvísi ógn frá honum fram á við heldur en frá Heiðari (Ægissyni, sem spilar venjulega í bakverði Stjörnunnar). Hann var eini sinni tekinn í leiknum, Djair tók hann og skildi hann eftir. Annars réð hann bara við allt sem þeir sendu á hann. Einu áhyggjurnar sem ég haf honum í varnarleik er þegar menn ákveða að setja stóran mann á móti honum og skrúfa boltann þangað. Ég hef ekki áhyggjur af honum einn á einn eða að einhver hlaupi framhjá honum,“ sagði Máni um frammistöðu Óla Vals í leiknum. „Við tókum meira eftir honum þegar Djair kom inn á. Daði (Ólafsson) var þarna úti vinstra megin fyrstu 60 mínútur og hann er ekki leikmaður sem fer mikið á varnarmenn, einn á einn. Djair var að reyna, það reyndi því meira á Óla Val í þessum stöðum. Leysti það vel en maður sá líka að það voru merki á honum að hann væri nýr í þessari stöðu og pínulítið tæpur,“ bætti Atli Viðar Björnsson við að endingu. Stjarnan vann eins og áður sagði gríðar mikilvægan 2-0 sigur og lyfti sér aðeins frá fallsvæðinu. Nú munar fimm stigum á Stjörnunni og HK sem situr í 11. sæti Pepsi Max deildarinnar. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Umræða um nýjan hægri bakvörð Stjörnunnar Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31 „Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. 24. ágúst 2021 08:31
„Þetta var góður vinnusigur hjá okkur og við spiluðum vel“ Stjörnumenn unnu 2-0 sigur á Fylki í Pepsi-Max deild karla á heimavelli í Garðabænum í kvöld. Þorvarldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í leikslok. 23. ágúst 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki