Erlent

Liechten­stein­prinsessa látin

Atli Ísleifsson skrifar
Hans-Adam II og María árið 2017.
Hans-Adam II og María árið 2017. EPA

Stjórnvöld í Liechtenstein hafa lýst yfir sjö daga þjóðarsörg vegna fráfalls Maríu, prinsessu af Liechtenstein og eiginkonu Hans-Adam II, sem lést á laugardag, 81 árs að aldri.

Í þarlendum fjölmiðlum segir að María hafi látist í faðmi fjölskyldu sinnar, fáeinum dögum eftir að hafa fengið heilablóðfall.

María fæddist í Prag 14. apríl 1940 og gekk að eiga Hans-Adam árið 1967. Hann varð fursti landsins árið 1989. Elsti sonur þeirra, Alois, tók svo við embætti og skyldum fursta í Liechtenstein árið 2004.

María og Hans-Adam II eiga saman fjögur börn og fimmtán barnabörn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.