Erlent

Grikkir reisa múr svo af­ganskir flótta­menn komist ekki inn í Evrópu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Grikkir eru harðákveðnir í því að hleypa afgönskum flóttamönnum ekki inn í landið.
Grikkir eru harðákveðnir í því að hleypa afgönskum flóttamönnum ekki inn í landið. getty/balkanscat

Grikkir hafa lengt landa­mæram­úr sinn við Tyrk­land og komið upp öryggis­mynda­vélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flótta­menn frá Afgan­istan taki að streyma inn í landið.

Mörg Evrópu­lönd óttast nú svipaðan flótta­manna­landa og árið kom upp árið 2015 eftir að Tali­banar náðu völdum í Afgan­istan í síðustu viku.

Múrinn við landa­mæri Grikk­lands og Tyrk­lands var um tólf kíló­metra langur en hann hefur nú verið lengdur og nær nú yfir 40 kíló­metra svæði.

„Við getum ekki beðið eftir mögu­legri bylgju,“ sagði ráð­herrann Michalis Chrisochoi­dis, sam­kvæmt frétt The Guar­dian. „Landa­mæri okkar munu standa traust og ó­rjúfan­leg.“

Gríska ríkis­stjórnin sagði í síðustu viku að hún myndi ekki hleypa flótta­mönnum inn í Evrópu í gegn um Grikk­land og myndu meina þeim inn­göngu í landið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×