Sjáðu sigurmark Karenar Maríu, martröð Guðnýjar og hvernig Þróttur komst í þriðja sæti Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2021 15:50 Þróttarar hafa átt góðu gengi að fagna í sumar í deild og bikar. vísir/hulda margrét Sex mörk voru skoruð í gærkvöld í þremur leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Keflavík vann ÍBV 2-1 í Eyjum, Þór/KA vann Norðurlandsslaginn við Tindastól 1-0 og Þróttur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni. Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42