Réttarhöld yfir R. Kelly hefjast í dag Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2021 09:41 R. Kelly er meðal annars ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi. Getty/E. Jason Wamsgans-Pool Réttarhöld yfir tónlistarmanninum R. Kelly hefjast í dag með opnunarræðum sóknar- og varnaraðila. Fjöldi kvenna hefur sakað tónlistarmanninn um kynferðisbrot. Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Samkvæmt frétt AP hefur R. Kelly um árabil verið sakaður um kynferðisbrot gegn konum, stúlkum og drengjum. Hann var til að mynda ákærður fyrir framleiðslu og vörslu barnakláms árið 2008 en var sýknaður af öllum ákæruliðum. Það var ekki fyrr en með #MeToo byltingunni sem fleiri meintir þolendur R. Kellys stigu fram með ásakanir sínar. Sjónvarpsstöðin Lifetime framleiddi árið 2019 heimildarmyndina Surviving R. Kelly, sem fjallar um brotaferil Kellys og hvernig starfsfólk hans þaggaði niður ásakanir á hendur honum. Skömmu eftir að heimildarmyndin kom út var Kelly handtekinn vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi og margvísleg kynferðisbrot. Saksóknarar í New York munu kalla fjölda kvenna, sem sakað hafa Kelly um kynferðisbrot, til vitnis, flestar undir nafnleynd. Búist er við að þær muni bera vitni um það hvernig umboðsmenn, lífverðir og aðrir starfsmenn Kellys sköffuðu honum konur, stúlkur og stundum drengi til að brjóta á kynferðislega. Konum hafi verið gert að kalla Kelly „daddy“ Saksóknarar segja að starfsmenn Kellys hafi um árabil markvisst leitað fórnarlamba á tónleikum sem þeir fluttu síðan til Kellys í New York og víðar. Samkvæmt Mann lögunum frá 1910 er bannað að flytja konur og börn milli fylkja í ósiðlegum tilgangi í Bandaríkjunum. Að sögn saksóknara voru konum og stúlkum settar strangar reglur þegar þær komu heim til Kellys. Þær hafi ekki ráðið hvernig þær klæddust, hvenær þær borðuðu eða fóru á salernið. Þá á þeim að hafa verið gert að kalla Kelly „daddy“ eða pabba. Verjendur Kellys halda því fram að meint fórnarlömb hans hafi verið aðdáendur hans sem vildu ólmar vera með honum. Þær hafi ekki byrjað að saka hann um ofbeldi fyrr en mörgum árum seinna þegar álit almennings á Kelly breyttist til hins verra. Réttarhöldin í New York eru ekki þau einu sem R. Kelly stendur í um þessar mundir en hann hefur einnig verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Illinois og Minnesota.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly MeToo Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira