Erlent

Sakaður um kyn­ferðis­brot gegn tólf ára barni

Heimir Már Pétursson skrifar
Bob Dylan er einn virtasti tónlistarmaður heims og var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2016
Bob Dylan er einn virtasti tónlistarmaður heims og var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2016 EPA

Kona hefur kært tónlistarmanninn Bob Dylan fyrir að hafa misnotað hana kynferðislega fyrir 56 árum þegar hún var tólf ára gömul og tónlistarmaðurinn 24 ára árið 1965.

Konan segir Dylan hafa misnotað stöðu sína sem þekktur tónlistarmaður og gefið henni bæði áfengi og fíkniefni og misnotað hana kynferðislega í íbúð hans á Chelsea hótelinu í New York.

Talsmaður Dylans segir í viðtali við BBC fréttastofuna að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast og Dylan verði varinn af fullu afli. Málið var dómtekið hjá hæstarétti New York-ríkis á föstudag á grundvelli sérstakra laga ríkisins um vernd barna.

Konan segir meinta misnotkun Dylans hafa valdið henni miklum sálrænum skaða og tilfinningalegu áfalli og fer fram á ótilgreinda upphæð í skaðabætur.

Bob Dylan er einn virtasti tónlistarmaður heims og var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 2016.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×