Hrósaði Mo Salah fyrir að sýna hvorki eigingirni né leikaraskap í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 09:46 Mohamed Salah fagnar sögulegu marki sínu á móti Norwich City en hann varð þá fyrstur til að skora í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar fimm ár í röð. AP/Rui Vieira Garth Crooks sér um að velja lið umferðarinnar á vef breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Liverpool áttu flesta leikmann í fyrsta úrvalsliði tímabilsins. Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton). Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Manchester United er auðvitað með Bruno Fernandes og Paul Pogba í liðinu en Bruno skoraði þrennu og Pogba lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri á Leeds United. „Ég hef sagt það áður og ég segi það áfram. Þegar Paul Pogba finnur taktinn þá er ekki hægt að verjast honum. Hann átti fleiri stoðsendingar í leiknum á móti Leeds en á öllu síðasta tímabili. Hvernig er það hægt,“ spurði Garth Crooks. x3 Liverpool x3 Manchester United x2 Chelsea x2 Tottenham Garth Crooks has picked his team of the week from the opening weekend of the Premier League season, what's yours? #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2021 Tottenham vann 1-0 sigur á Manchester City og á tvo leikmenn í liðinu, varnarmanninn Japhet Tanganga og Son Heung-min sem skoraði sigurmarkið. Chelsea vann líka góðan sigur og er með þá Trevoh Chalobah og Marcos Alonso í liðinu. Virgil van Dijk spilaði sinn fyrsta leik í tíu mánuði og er í liðinu og það er líka markvörður Liverpool Alisson. Þriðji Liverpool maðurinn er síðan framherjinn Mohamed Salah. Salah skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-0 sigri á nýliðum Norwich. Hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu umferðinni fimm ár í röð. Mohamed Salah is our pick for African Player of the Week! - 90 minutes - 2 Assists - 1 Goal The Egyptian became the first Premier League player ever to score on five successive opening weekends.Would you have it any different? pic.twitter.com/QRy6kReOmt— Goal Africa (@GoalAfrica) August 16, 2021 Crooks hrósaði Salah sérstaklega fyrir tvennt. „Reglulegir lesendur vita að ég hef látið hluti í leik Salah pirra mig en á móti Norwich þá sá ég hvorki eigingirni hjá honum né leikaraskap. Hann leitaði af liðsfélögum sínum fyrir framan markið og reyndi ekki að veiða ódýrar vítaspyrnur,“ skrifaði Garth Crooks. „Það sem við sáum var leikmaðurinn sem kom fyrst til Liverpool, leikmaður sem spilar fyrst fyrir liðið og hann fékk að lokum markið sem hann átti skilið. Ég vona að hann haldi þessu áfram,“ skrifaði Crooks. Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Lið umferðarinnar hjá BBC: Markið: Alisson (Liverpool) Vörnin: Japhet Tanganga (Tottenham), Virgil van Dijk (Liverpool), Trevoh Chalobah (Chelsea). Miðjan: Son Heung-min (Tottenham), Paul Pogba (Manchester United), Bruno Fernandes (Manchester United), Marcos Alonso (Chelsea). Sóknin: Mohamed Salah (Liverpool), Mason Greenwood (Manchester United), Richarlison (Everton).
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira