Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2021 07:01 Christopher Campbell, faðir hins unga William Cole, segir það hafa verið súrrealískt að sjá hann spila sinn fyrsta leik. Vísir/Stöð 2 Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt. William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
William Cole Campbell varð í fyrradag næst yngsti FH-ingurinn til að spila í efstu deild. Hann er aðeins 15 ára gamall og kom inn á sem varamaður fyrir Steven Lennon seint í leiknum. Faðir hans segir það hafa verið sérstakt augnablik. „Þetta var dálítið súrrealískt, að sitja í stúkunni og sjá hann spila, en við vissum að þetta var alltaf staðurinn sem hann vildi ná til. En að sjá það gerast hjá honum á svo ungum aldri er stórkostlegt, virkilega gaman.“ „Ég var gríðarlega stoltur. Alveg sama á móti hverjum hann spilar er ég alltaf mjög stoltur af honum.“ segir faðirinn Christopher Campbell. En hversu langt telur faðirinn að hann geti náð? „Hann getur náð eins langt og hann vill. Hann hefur alltaf, sem barn, verið sá einstaklingur sem setur sér markmið og nær þeim. Hann hefur nú þegar farið til margra stórra félaga og mun taka ákvörðun um það sjálfur þegar hann er 16 ára, og við sjáum hvar hann lendir.“ segir Christopher. Klippa: Christopher Campbell um William William Cole greindi frá því í viðtali við Stöð 2 í gær að hann muni velja íslenska landsliðið fram yfir það bandaríska nái hann svo langt að geti valið á milli. Hann vill feta í fótspor móður sinnar Rakelar Bjarkar Ögmundsdóttur sem skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland í kringum aldamótin. Aðspurður um hvort hann fyrirgefi syninum að velja Ísland yfir sitt föðurland, Bandaríkin, segir Christopher: „Algjörlega. Við höfum þróað ást á landinu. Konan mín náði að spila hér, hún valdi að spila fyrir landsliðið, og Cole vill gera það sama og spila fyrir þjóð sína. Hann mun taka þátt í sterkari keppni hér, í Evrópu, og þá nær hann einnig að vera hluti af liði með vinum sínum. Það er honum mikilvægt og ég hlakka til að sjá hann spila fyrir Ísland.“ Viðtalið við Christopher Campbell má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti