Erlent

Þjóðverjar ráðast í bólusetningar barna

Snorri Másson skrifar
Thomas Mertens, formaður bólusetningaráðs þýskra yfirvalda.
Thomas Mertens, formaður bólusetningaráðs þýskra yfirvalda. Getty/Kay Nietfeld

Þýska bólusetningarráðið, sem hefur fram að þessu mótað stefnu Þjóðverja í málaflokknum, hefur mælt með að ráðist verði í bólusetningar 12-17 ára. Ávinningurinn vegur þyngra en mögulegir ókostir, segir ráðið.

Hingað til hefur þessum aldurshópi aðeins staðið til boða að þiggja bólusetningu, en ljóst er af þessu að nú ráðast Þjóðverjar líklega af fullum þunga í að bólusetja hópinn.

„Eftir ítarlegt mat á nýjum vísindalegum athugunum og gögnum hefur ráðið komist að þeirri niðurstöðu að samkvæmt þeirri þekkingu sem nú er fyrir hendi vega kostir bólusetningarinnar þyngra en áhættan á mjög sjaldgæfum aukaverkunum,“ segir í yfirlýsingu ráðsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×