Jóhannes Karl: Árni sagði bara „Nei takk“ Sverrir Mar Smárason skrifar 11. ágúst 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með Árna Marinó Einarsson, markvörð Skagamanna, í kvöld. Vísir/Bára Dröfn ÍA eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-0 sigur á FH í kvöld. Jóhannes Karl, þjálfari Skagamanna, var mjög ánægður í leikslok. „Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum. Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum.
Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn