Jóhannes Karl: Árni sagði bara „Nei takk“ Sverrir Mar Smárason skrifar 11. ágúst 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með Árna Marinó Einarsson, markvörð Skagamanna, í kvöld. Vísir/Bára Dröfn ÍA eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-0 sigur á FH í kvöld. Jóhannes Karl, þjálfari Skagamanna, var mjög ánægður í leikslok. „Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum. Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum.
Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sjá meira