Óttast útrýmingu eftir svarta loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2021 08:30 Maldíveyjar eru láglendasta ríki heims. Hækkun sjávarborðs um 1-2 metra á þessari öld tefldi framtíð eyjanna í hættu. Vísir/Getty Fulltrúar fimmtíu þróunarríkja sem eru í einna mestri hættu vegna loftslagsbreytinga af völdum manna óttast að ríkin séu á barmi útrýmingar verði ekki gripið til aðgerða hratt. Í nýrri loftslagsskýrslu er gert ráð fyrir að markmið um takmörkun hlýnunar sem var sett til að vernda viðkvæm eyríki bresti líklega strax á næsta áratug. „Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum. Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
„Við gjöldum með lífi okkar fyrir losun annarra á kolefni,“ segir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseti Maldíveyja í Indlandshafi, láglendasta ríki heims. Hækkun yfirborðs sjávar ógnar tilvist Maldíveyja og fleiri smárra eyríkja í heiminum. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær er gert ráð fyrir sjávarstaða haldi áfram að hækka. Dragi menn ekki verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum gætu efri mörk hækkunarinnar verið einn til tveir metrar á þessari öld. Ekki sé hægt að útiloka enn meiri hækkun sjávarborðs ef allt fer á versta veg. Nasheed segir að spáin sé reiðarslag fyrir þjóð sína og að hún sé nú á barmi útrýmingar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú er því spáð að hnattræn hlýnun nái 1,5°C miðað við tímabilið 1850-1900 strax á fjórða áratug þessarar aldar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti skýrslunni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið í gær. Í Parísarsamkomulaginu var kveðið á um að helst ætti að stefna að því að takmarka hlýnun við 1,5°C til að forða viðkvæmum eyríkjum frá hörmungum. „Þetta er framtíð okkar hérna,“ segir Diann Black-Layne, sendiherra Antígvu og Barbúda og aðalloftslagssamningamaður Bandalags smárra eyríkja. Ekki er þó öll von úti að mati skýrsluhöfunda SÞ. Dragi menn hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda færi hnattræn hlýnun tímabundið yfir 1,5°C á þessari öld en byrjaði síðan að lækka aftur. Til þess þarf róttækar aðgerðir til að útrýma jarðefnaeldsneyti og skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa. „Þetta er lykiláratugur fyrir aðgerðir og COP26 [loftslagsráðstefnan] í Glasgow verður að vera vendipunkturinn í þessu neyðarástandi,“ segir John Kerry, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum.
Loftslagsmál Maldíveyjar Antígva og Barbúda COP26 Tengdar fréttir Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00 „Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55 Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. 9. ágúst 2021 23:00
„Það þýðir ekkert að gefast upp“ Grípa þarf til harðari aðgerða í umhverfismálum hér á landi og annars staðar eigi að draga úr grafalvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum að sögn umhverfisráðherra. Ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna er nefnd „rauð aðvörun til mannkynsins“. 9. ágúst 2021 13:55
Lýsir loftlagsskýrslu sem rauðri viðvörun fyrir mannkynið Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrslu loftslagsnefndar þeirra sé „rauð viðvörun“ fyrir mannkynið. Í skýrslunni kemur fram að metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins gæti verið fyrir bí snemma á næsta áratug. 9. ágúst 2021 09:55