„Var farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 8. ágúst 2021 20:17 Arnar Guðjónsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Bára Dröfn Víkingar misstu frá sér tvö stig í lokin þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í 16.umferð Pepsi Max deildarinnar í fótbolta í dag. „Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að fá þetta mark úr föstu leikatriði í lok leiksins. Fyrri hálfleikur var alveg mjög góður, mjög skemmtilegur leikur og verðskulduð 2-1 forysta hjá okkur. Strax í byrjun seinni hálfleiks fengum við tækifæri til að komast 3-1 yfir. Eftir það fannst mér KA í við sterkari án þess þó að vera að ógna okkur á neinn sérstakan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga í leikslok. „Ég var bara farinn að hugsa um að kæla hvítvínið og opna það með Pepsi Max mörkunum í kvöld og svo fengum við þetta mark. Þetta er akkúrat það sem þú færð þegar þú ert með unga leikmenn, þeir gera frábærlega. Kristall var til dæmis alveg frábært í dag, hrikalega gaman að horfa á hann og hann kom með gullið mark. En því miður þá var smá einbeitingarleysi í lokin og þetta er það fallega við að hafa unga og efnilega stráka. Það eru hæðir og lægðir og þeir munu læra af þessu.“ „Mér fannst fyrri hálfleikur virkilega flottur hjá báðum liðum en svo dró aðeins af mönnum hérna í seinni hálfleik og KA reyndu hvað þeir gátu en mér fannst þeir ekkert komast neitt svakalega áleiðis. Mér fannst við mun líklegri til þess að bæta við þriðja markinu. En við fórum illa með boltann og við sköpuðum okkur hættulegar stöður. Eðlilega þegar KA fara að kasta öllum mönnum fram og það voru break í gangi. Ég er kannski mest svekktur með það að við fáum líka fyrra markið á okkur úr föstu leikatriði og það sama gerðist á móti Breiðablik. Þetta er klárlega mikið áhyggjuefni þar sem þetta hefur ekki verið mikið hjá okkur í sumar.“ Undir lok leiksins er brotið harkalega á Jakobi Snæ á leið í skyndisókn KA. Vilhjálmur dæmdi ekkert á það og við það brutust út erjur milli leikmanna og þjálfara, sem létu mörg óþarfa orð falla. Fyrir það fengu þeir nafnar, Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson báðir gult spjald. „Þetta er bara hluti af leiknum, þetta er bara gaman. Það verður að vera smá ástríða í þessu. Það var kominn smá hiti inni á vellinum og hiti fyrir utan völl. Svona á þetta bara að vera. Stundum er maður eins og smákrakki fyrir utan völlinn þó að heilt yfir sé maður rólegur maður.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - KA 2-2 | Stál í stál í Víkinni KA og Víkingur skildu jöfn í fjögurra marka leik í Pepsi Max deildinni í dag. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 18:49