„Ég hefði kannski átt að lesa bréfið yfir“ Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2021 15:12 Stefán Hrafns Hagalín er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans Vísir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, baðst afsökunar á bréfi sem hann sendi öllum tæplega 300 stjórnendum Landspítalans í útvarpsþættinum Vikulok á Rás 1 í morgun. Bréfið innihélt skýr skilaboð. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. „Ég biðst afsökunar á þessum tölvupósti og öllu í kringum þetta, þetta er afleitt hjá mér,“ segir Stefán Hrafn í Vikulokum. Hann segir tölvupóstinn hafa verið skrifaðan í lok erfiðs vinnudags. Þá hafi hann þurft að stytta sumarfrí sitt sökum ástandsins á spítalanum. Því hafi pósturinn verið „þreytulegur.“ Pósturinn snerist ekki um ritskoðun Hann gefur lítið fyrir ásakanir um að tölvupósturinn hafi verið tilraun til að ritskoða starfsmenn spítalans. „Þetta snýst alls ekki um miðlæga svörun frá spítalanum. Spítalinn teflir alltaf fram þeim sérfræðingum sem beðið er um hverju sinni, eru lausir á vakt og til í spjall og annað slíkt. Við reynum að tefla forstjóra oftast fram ef um er að ræða stefnu og stjórnun spítalans eða fjármögnun en annars svara sérfræðingar á hverju sviði, alveg hindrunarlaust og milliliðalaust,“ sagði Stefán Hrafn. Stefán Hrafn segir að tölvupósturinn hafi verið sá fyrsti í langri keðju samskipta og að hann hafi verið útskýrður á fullnægjandi hátt. Hann telur að öllum hafi verið ljóst að ekki stæði til að ritskoða nokkurn mann innanhúss. „Ég ætla ekki að segja að ég sé fórnarlamb einhvers misskilnings en mögulega hefði ég átt að lesa póstinn yfir áður en ég sendi hann,“ segir hann. Hefur fengið verðskuldaðar skammir í hattinn „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ segir Stefán Hrafn. Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Bréfið innihélt skýr skilaboð. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. „Ég biðst afsökunar á þessum tölvupósti og öllu í kringum þetta, þetta er afleitt hjá mér,“ segir Stefán Hrafn í Vikulokum. Hann segir tölvupóstinn hafa verið skrifaðan í lok erfiðs vinnudags. Þá hafi hann þurft að stytta sumarfrí sitt sökum ástandsins á spítalanum. Því hafi pósturinn verið „þreytulegur.“ Pósturinn snerist ekki um ritskoðun Hann gefur lítið fyrir ásakanir um að tölvupósturinn hafi verið tilraun til að ritskoða starfsmenn spítalans. „Þetta snýst alls ekki um miðlæga svörun frá spítalanum. Spítalinn teflir alltaf fram þeim sérfræðingum sem beðið er um hverju sinni, eru lausir á vakt og til í spjall og annað slíkt. Við reynum að tefla forstjóra oftast fram ef um er að ræða stefnu og stjórnun spítalans eða fjármögnun en annars svara sérfræðingar á hverju sviði, alveg hindrunarlaust og milliliðalaust,“ sagði Stefán Hrafn. Stefán Hrafn segir að tölvupósturinn hafi verið sá fyrsti í langri keðju samskipta og að hann hafi verið útskýrður á fullnægjandi hátt. Hann telur að öllum hafi verið ljóst að ekki stæði til að ritskoða nokkurn mann innanhúss. „Ég ætla ekki að segja að ég sé fórnarlamb einhvers misskilnings en mögulega hefði ég átt að lesa póstinn yfir áður en ég sendi hann,“ segir hann. Hefur fengið verðskuldaðar skammir í hattinn „Það er búið að hirta mig, þetta voru um þrjátíu eða fjörutíu fréttir í gær og í fyrradag í leiðurum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þannig að ég er allavega búinn að fá þá hirtingu sem ég sennilega bara átti skilið og framleiddi sjálfur. Er það ekki yfirleitt þannig að holurnar sem við hrösum um eru þær sem við höfum grafið sjálf?“ segir Stefán Hrafn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira