Stjórnendum á Landspítalanum sagt að hætta að svara fjölmiðlum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 16:43 Tölvupóstur sem sendur var á stjórnendur Landspítalans í gærkvöldi hefur fengið misjöfn viðbrögð meðal þeirra. Stjórnendur Landspítalans sem telja á þriðja hundrað manns fengu í gærkvöldi tölvupóst frá deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Skilaboðin voru skýr. Stjórnendur ættu að beina öllum fyrirspurnum og símtölum frá fjölmiðlum til samskiptasviðs. Fréttastofa fann fyrir því í dag að erfiðar gekk en venjulega að fá svör frá stjórnendum Landspítalans. Þegar leitað var eftir svörum kom í ljós að þeim hafði verið ráðið frá því að svara fjölmiðlum. Stefán Hrafn Hagalín er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tölvupósturinn sendur í gærkvöldi og hafa spunnist töluverðar umræður enda margir stjórnendur ósáttir við tilmælin, sem eru skýr. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Tölvupóstinn í heild má sjá hér að neðan. Þar eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. „Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla.“ Athygli vekur að tilmælin frá samskiptasviði, sem ekki liggur fyrir hvort komi frá forstjóra Landspítalans eða framkvæmdastjórn, koma á tíma þar sem Landspítalinn er á hættustigi, korter í neyðarstigi að sögn forstjóra Landspítalans sem var ómyrkur í máli á upplýsingafundi almannavarna í dag. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm Fréttastofa reyndi meðal annars að hafa samband við yfirmenn Covid-göngudeildar Landspítalans í dag. Var vísað á Stefán Hrafn Hagalín í báðum tilfellum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hyggst ekki gefa kost á viðtali vegna málsins. Skilaboðin til stjórnenda Landspítalans eru skýr. Hættið að svara fjölmiðlum og vísið erindum til samskiptasviðs.Vísir/Vilhelm Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur þetta um málið að segja: „Stjórnendur Landspítalans hafa staðið sig frábærlega við upplýsingagjöf til almennings, sem hefur aukið skilning fólks á kórónuveirunni og aðgerðum stjórnvalda undanfarið eitt og hálft ár. Það er óskiljanlegt ef spítalinn ætlar nú, þegar við stöndum á krossgötum í heimsfaraldrinum, að múlbinda marga af helstu sérfræðingum þjóðarinnar. Með því er hann beinlínis að skrúfa fyrir upplýsingaflæði til almennings á versta tíma.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn Fjölmiðlar Landspítalinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Fréttastofa fann fyrir því í dag að erfiðar gekk en venjulega að fá svör frá stjórnendum Landspítalans. Þegar leitað var eftir svörum kom í ljós að þeim hafði verið ráðið frá því að svara fjölmiðlum. Stefán Hrafn Hagalín er deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var tölvupósturinn sendur í gærkvöldi og hafa spunnist töluverðar umræður enda margir stjórnendur ósáttir við tilmælin, sem eru skýr. Öllum fyrirspurnum fjölmiðla, sama hverjum, á að vísa til Stefáns Hrafns Hagalín deildarstjóra samskiptadeildar Landspítalans. Tölvupóstinn í heild má sjá hér að neðan. Þar eru blaðamenn uppnefndir sem „skrattakollar“ og bent á hvers lags símanúmer eigi að varast. „Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla.“ Athygli vekur að tilmælin frá samskiptasviði, sem ekki liggur fyrir hvort komi frá forstjóra Landspítalans eða framkvæmdastjórn, koma á tíma þar sem Landspítalinn er á hættustigi, korter í neyðarstigi að sögn forstjóra Landspítalans sem var ómyrkur í máli á upplýsingafundi almannavarna í dag. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm Fréttastofa reyndi meðal annars að hafa samband við yfirmenn Covid-göngudeildar Landspítalans í dag. Var vísað á Stefán Hrafn Hagalín í báðum tilfellum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hyggst ekki gefa kost á viðtali vegna málsins. Skilaboðin til stjórnenda Landspítalans eru skýr. Hættið að svara fjölmiðlum og vísið erindum til samskiptasviðs.Vísir/Vilhelm Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur þetta um málið að segja: „Stjórnendur Landspítalans hafa staðið sig frábærlega við upplýsingagjöf til almennings, sem hefur aukið skilning fólks á kórónuveirunni og aðgerðum stjórnvalda undanfarið eitt og hálft ár. Það er óskiljanlegt ef spítalinn ætlar nú, þegar við stöndum á krossgötum í heimsfaraldrinum, að múlbinda marga af helstu sérfræðingum þjóðarinnar. Með því er hann beinlínis að skrúfa fyrir upplýsingaflæði til almennings á versta tíma.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn
Tölvupósturinn í heild sinni Góða kvöldið, kæru stjórnendur! Við erum aðeins að lenda í því í faraldrinum að fjölmiðlar hafa komist yfir símanúmer stjórnenda og eru að hringja í þá beint með fyrirspurnir. Stundum eru þetta einfaldar og auðsvaraðar beiðnir um upplýsingar og stöðu, en oftar en ekki flóknar fyrirspurnir um viðkvæm málefni sem krefjast yfirlegu. Þið standið ykkur auðvitað frábærlega í öllum ykkar svörum, hartnær undantekningalaust, og auðvitað svarið þið alltaf eftir bestu vitund og oft til að létta af öðrum þeirri kvöð. En með þessu móti tapið þið að sjálfsögðu bæði hvíld (þessir skrattakollar hringja 24/7) og spítalinn allri yfirsýn og stefnufestu. Við fáum 5-10 fyrirspurnir til ykkar daglega með þessum hætti og annað eins kemur til mín beint. Safnast þegar saman kemur! Ég vil því biðja ykkur að vísa alltaf og öllum fyrirspurnum fjölmiðla – sama hverjum -- á mig og ég útdeili þeim síðan aftur á þau ykkar sem eru til svara og laus hverju sinni. Einnig er hreinskilnislega yfirhöfuð ágætis regla að svara bara alls ekki ekki beinum símtölum fjölmiðla (Mogginn er 569…, RÚV er 512… osfrv, þið kunnið þetta). Blaðamenn og fjölmiðlar vita ALLIR algjörlega 100% hvert þau eiga og geta leitað þegar þið svarið ekki beint, ekki hafa áhyggjur af neinu öðru. Þetta gildir sérstaklega um þau ykkar sem standa næst stjórn mála í faraldrinum og þurfið kannski mest á hvíld að halda. Nú skulið þið hvíla ykkur. Baráttukveðjur, -Stefán Hrafn
Fjölmiðlar Landspítalinn Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira