Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 11:57 Stjórnarher Afganistans og öðrum sveitum sem hliðhollar eru ríkisstjórn landsins, hefur gengið illa í að halda aftur af sókn Talibana. EPA/JALIL REZAYEE Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. Fyrr í dag bárust fregnir af því að Talibanar hefðu myrt Dawa Khan Menapal, yfirmann upplýsingamála hjá ríkisstjórn Afganistans. Hann var skotinn til bana af hópi árásarmanna á vegi vestur af Kabúl, höfuðborg landsins. Vitni sögðu TOLO News frá Afganistan að Menapal hafi verið að koma úr mosku eftir bænir og hefði líklegast verið á leið heim til sín. Talsmaður Talibana staðfesti við AP fréttaveituna að þeir hefðu myrt Menapal. Það hefðu þeir gert í sérstakri árás og að markmiðið hafi verið að „refsa honum vegna gjörða hans“. Fyrr í vikunni gerðu Talibanar árás á heimili varnarmálaráðherra landsins. Þá hétu þeir fleiri árásum á leiðtoga ríkisstjórnanarinnar. Talibanar gerðu nýverið árásir á þrjár aðrar héraðshöfuðborgir í landinu. Það eru Kandahar, Herat og Lashkar Gah. Bardagar standa enn yfir en Talibanar eru sagðir hafa náð tökum á mestallri Lashkar Gah og þótti líklegt að það yrði fyrsta höfuðborgin til að falla í hendur þeirra. Sjá einnig: Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Fyrstu fregnir af falli Zaranj gefa til kynna að borgin hafi í raun gefist upp fyrir Talibönum eftir samningaviðræður við Talibana. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar enn. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Zaranj að borgin hafi fallið vegna þess að liðsauki hafi ekki borist frá ríkisstjórninni í Kabúl. Skömmu áður höfðu vígamenn tekið stjórn á fangelsi Nimruz, sem er nærri borginni, og sleppt þaðan vígamönnum sem búið var að handsama. Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir af því að Talibanar hefðu myrt Dawa Khan Menapal, yfirmann upplýsingamála hjá ríkisstjórn Afganistans. Hann var skotinn til bana af hópi árásarmanna á vegi vestur af Kabúl, höfuðborg landsins. Vitni sögðu TOLO News frá Afganistan að Menapal hafi verið að koma úr mosku eftir bænir og hefði líklegast verið á leið heim til sín. Talsmaður Talibana staðfesti við AP fréttaveituna að þeir hefðu myrt Menapal. Það hefðu þeir gert í sérstakri árás og að markmiðið hafi verið að „refsa honum vegna gjörða hans“. Fyrr í vikunni gerðu Talibanar árás á heimili varnarmálaráðherra landsins. Þá hétu þeir fleiri árásum á leiðtoga ríkisstjórnanarinnar. Talibanar gerðu nýverið árásir á þrjár aðrar héraðshöfuðborgir í landinu. Það eru Kandahar, Herat og Lashkar Gah. Bardagar standa enn yfir en Talibanar eru sagðir hafa náð tökum á mestallri Lashkar Gah og þótti líklegt að það yrði fyrsta höfuðborgin til að falla í hendur þeirra. Sjá einnig: Fyrsta borgin nærri því fallin í hendur Talibana Fyrstu fregnir af falli Zaranj gefa til kynna að borgin hafi í raun gefist upp fyrir Talibönum eftir samningaviðræður við Talibana. Þær fregnir hafa þó ekki verið staðfestar enn. Reuters hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Zaranj að borgin hafi fallið vegna þess að liðsauki hafi ekki borist frá ríkisstjórninni í Kabúl. Skömmu áður höfðu vígamenn tekið stjórn á fangelsi Nimruz, sem er nærri borginni, og sleppt þaðan vígamönnum sem búið var að handsama.
Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13 Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31 Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02 Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49 Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Forseti Afganistan kennir brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur kennt skyndilegri og snöggri brottför Bandaríkjahers um versnandi ofbeldi í landinu. Her Afganistan á nú í erfiðum átökum við herskáa Talíbana. 2. ágúst 2021 21:13
Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði. 28. júlí 2021 22:31
Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma. 24. júlí 2021 09:02
Talibanar skutu 22 hermenn sem gáfust upp Vígamenn Talibana tóku minnst 22 afganskra sérsveitarmenn af lífi eftir að þeir gáfust upp. Þetta var í bænum Dawlat Abad í síðasta mánuði en myndbönd af aftökunni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 13. júlí 2021 16:49
Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum. 9. júlí 2021 15:48