Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 09:01 Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta Rússland um útskýringar á meðferð Ólympíuliðs landsins á Krystsinu Tsimanouskayu. Getty/EPA Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya leitaði á laugardag skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó eftir að þjálfarar hennar höfðu reynt að senda hana nauðuga heim til Hvíta-Rússlands frá Tókýó, þar sem hún átti að keppa í spretthlaupi á mánudag. Fréttastofa Reuters greinir frá. Pólland hefur veitt Tsimanouskayu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur hún sótt um pólitískt hæli í landinu. Áætlað er að Tsimanouskaya fljúgi frá Tókýó til Varsjár á morgun, miðvikudag. Eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdavenich, flúði Hvíta-Rússlands í gær og er kominn yfir til Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær stjórn Alexanders Lúkasjenkó forseta í Hvíta-Rússlandi um óþolandi kúgun, sem væri farin að smitast út fyrir landsteinana. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag, að hennar sögn vegna þess að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Gagnrýnin snerist að því að þjálfararnir höfðu skráð hana til leiks í 400 metra boðhlaupi vegna þess að liðsmenn hennar, sem áttu að keppa í greininni, voru ekki með keppnisleyfi því tilskilin lyfjapróf vantaði. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur haldið öðru fram og tilkynntu þjálfarar Tsimanouskayu að hún hafi verið tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Pólland Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya leitaði á laugardag skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó eftir að þjálfarar hennar höfðu reynt að senda hana nauðuga heim til Hvíta-Rússlands frá Tókýó, þar sem hún átti að keppa í spretthlaupi á mánudag. Fréttastofa Reuters greinir frá. Pólland hefur veitt Tsimanouskayu dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur hún sótt um pólitískt hæli í landinu. Áætlað er að Tsimanouskaya fljúgi frá Tókýó til Varsjár á morgun, miðvikudag. Eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdavenich, flúði Hvíta-Rússlands í gær og er kominn yfir til Úkraínu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði í gær stjórn Alexanders Lúkasjenkó forseta í Hvíta-Rússlandi um óþolandi kúgun, sem væri farin að smitast út fyrir landsteinana. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag, að hennar sögn vegna þess að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptamiðlinum Telegram. Gagnrýnin snerist að því að þjálfararnir höfðu skráð hana til leiks í 400 metra boðhlaupi vegna þess að liðsmenn hennar, sem áttu að keppa í greininni, voru ekki með keppnisleyfi því tilskilin lyfjapróf vantaði. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur haldið öðru fram og tilkynntu þjálfarar Tsimanouskayu að hún hafi verið tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Pólland Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02