Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 07:35 Tsimanouskaya leitaði aðstoðar japönsku lögreglunnar á Haneda flugvelli í Tókýó á laugardagskvöld. Hún er nú í öruggu skjóli að sögn Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Getty Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó. Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó.
Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira