Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 13:19 Krystsina Tsimanouskaya er komin með landvistarleyfi í Póllandi. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Tsimanouskaya var tekin úr keppnisliði Hvíta-Rússlands á laugardag eftir að hún gagnrýndi þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram fyrir að ætla henni að keppa í 400 metra boðhlaupi. Hún átti að keppa í 200 metra spretthlaupi í dag en að hennar sögn var hún skráð, án hennar vitneskju, í boðhlaupið vegna þess að liðsmenn voru ekki með keppnisleyfi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Að sögn Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands var Tsimanouskaya tekin úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar líðan hennar. Í kjölfar þess að henni var tilkynnt að hún myndi ekki keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands var henni fylgt á Haneda flugvöllinn þar sem hún átti að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands. Hún hins vegar neitaði að fara um borð í vélina og leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á flugvellinum. Yfirvöld í Póllandi og Tékklandi buðu henni þegar hæli. Þá hafði hvítrússneskur íbúi í Japan sagt í samtali við fréttastofu Reuters að hún hygðist sækja um hæli í Japan. Það var svo í dag, klukkan 5 síðdegis að staðartíma, sem Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó þar sem við henni tóku tveir starfsmenn sendiráðsins og héldu á rauðum og hvítum fána, merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Málið hefur vakið mikla athygli en mikil óstöðugleiki hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarið ár. Þann 9. ágúst 2020 hófust mikil mótmæli þegar niðurstöður forsetakosninga lágu fyrir, en Alexander Lúkasjenkó bar sigur úr bítum í þeim þó að margir haldi því fram að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli. Síðan þá hefur landsstjórnin herjað hart að stjórnarandstæðingum. Samkvæmt heimildamanni fréttastofu Reuters í innanríkisráðuneyti Úkraínu hefur eiginmaður Tsimanouskayu, Arseni Zhdanevich, flúið til Úkraínu. Ekki liggur fyrir hvort hann muni fara til Póllands til að hitta Tsminaouskayu fyrir þegar hún kemur þangað.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Pólland Úkraína Tengdar fréttir Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. 2. ágúst 2021 07:35
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóða Ólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17