Enski boltinn

White til Arsenal á fimmtíu milljónir punda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ben White með Arsenal-treyjuna.
Ben White með Arsenal-treyjuna. getty/Stuart MacFarlane

Arsenal hefur gengið frá kaupunum á varnarmanninum Ben White frá Brighton. Kaupverðið er fimmtíu milljónir punda.

White er þriðji dýrasti leikmaður í sögu Arsenal á eftir Nicolas Pépé og Pierre-Emerick Aubameyang.

White er uppalinn hjá Brighton en sló í gegn sem lánsmaður hjá Leeds United tímabilið 2019-20. Liðið vann þá B-deildina. Á síðasta tímabili lék hann 36 af 38 leikjum Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 23 ára White var í hópi Englands á EM en kom ekkert við sögu á mótinu. Hann hefur leikið tvo landsleiki.

Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn í aldarfjórðung.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.