Norskum áhrifavöldum skylt að tilgreina ef búið er að eiga við sjálfsmyndirnar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 12:16 Emma Ellingsenn er einn stærsti áhrifavaldurinn í Noregi. Hún er með í kringum 705 þúsund fylgjendur og því má ætla að hún sé fyrirmynd fyrir ansi mörg ungmenni. Skjáskot/instagram Fyrr í mánuðinum voru lög samþykkt í Noregi sem skylda áhrifavalda til þess að merkja þær myndir sérstaklega sem búið er að eiga við. Lögin taka gildi í júlí á næsta ári og munu brot á þeim varða sekt. Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“ Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“
Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira