Norskum áhrifavöldum skylt að tilgreina ef búið er að eiga við sjálfsmyndirnar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 12:16 Emma Ellingsenn er einn stærsti áhrifavaldurinn í Noregi. Hún er með í kringum 705 þúsund fylgjendur og því má ætla að hún sé fyrirmynd fyrir ansi mörg ungmenni. Skjáskot/instagram Fyrr í mánuðinum voru lög samþykkt í Noregi sem skylda áhrifavalda til þess að merkja þær myndir sérstaklega sem búið er að eiga við. Lögin taka gildi í júlí á næsta ári og munu brot á þeim varða sekt. Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“ Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“
Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira