Enski boltinn

Manchester United og Real Madrið sögð hafa náð samkomulagi um kaupverðið á Varane

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United greiðir 41 milljón punda fyrir Raphaël Varane samkvæmt heimildum Sky Sports.
Manchester United greiðir 41 milljón punda fyrir Raphaël Varane samkvæmt heimildum Sky Sports. DeFodi Images via Getty Images

Raphaël Varane er við það að ganga í raðir Manchester United frá Real Madrid. Kaupverðið er sagt vera 41 milljón punda.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er Manchester United búið að samþykkja að greiða 41 milljón punda fyrir franska miðvörðinn og félagsskiptin munu ganga í gegn á næstu dögum, eftir að læknisskoðun fer fram.

Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid síðan árið 2011 þegar hann kom frá franska liðinu Lens. Hann hefur leikið yfir 350 leiki fyrir Madrídinga og 79 A-landsleiki fyrir Frakka þar sem hann hjálpaði liðinu að vinna heimsmeistaramótið árið 2018.

Manchester United lenti í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili, 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City. United gekk á dögunum frá kaupum á enska landsliðsmanninum Jadon Sancho og koma Varane sýnir okkur að liðið ætlar sér að berjast um stóru titlana á komandi tímabili.

Ef allt gengur eins og til er ætlast mun fyrsti keppnisleikur Varane í treyju Manchester United vera opnunarleikur félagsins á komandi tímabili þegar að Leeds United kemur í heimsókn á Old Trafford.


Tengdar fréttir

Segir Vara­ne á­kveðinn í því að yfir­gefa Real Madrid

Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að franski miðvörðurinn Raphaël Varane ætli sér að yfirgefa félagið og stefni á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Manchester United ku vera líklegasti áfangastaður kappans.

Varane færist nær United

Varnarmaðurinn Raphael Varane og Manchester United hafa átt í samningaviðræðum undanfarnar vikur og nú segir Manchester Evening News að aðilarnir séu að ná saman.

United hefur keypt fjóra dýrustu leikmenn í sögu úrvalsdeildarinnar

Enska stórliðið Manchester United gekk í dag frá kaupum á enska kantmanninum Jadon Sancho frá þýska liðinu Borussia Dortmund. Sancho er talinn hafa kostað um 85 milljónir evra sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni ensku deildarinnar frá upphafi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.