Enski boltinn

Varane færist nær United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Varane gæti verið á leið burt frá Real.
Varane gæti verið á leið burt frá Real. DeFodi Images/Getty

Varnarmaðurinn Raphael Varane og Manchester United hafa átt í samningaviðræðum undanfarnar vikur og nú segir Manchester Evening News að aðilarnir séu að ná saman.

Núverandi samningur Varane hjá Real Madrid rennur út næsta sumar en hann hefur ekki haft áhuga á framlengingu svo Real vill selja hann í sumar, í stað þess að missa hann frítt.

Manchester United hefur verið ansi áhugasamt um varnarmanninn enda margfaldur meistari með spænska liðinu sem og franska landsliðinu.

MEN greinir frá því að aðilarnir séu nálægt því að semja um persónuleg kaup og kjör en United á þó enn eftir að semja við Real Madrid um vistaskiptin.

United er talið tilbúið að borga um 60 milljónir evra en Real er sagt vilja tæplega tíu milljónir evra meira fyrir varnarmanninn.

Hann er sjálfur vilja semja við United eins fljótt og auðið er svo hann geti farið strax til Manchester er sumarfríi hans lýkur eftir Evrópumótið í sumar. Þar duttu Frakkar út í 16-liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×