Erlent

Johns Snorra minnst á toppi Everest

Árni Sæberg skrifar
Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna. Þeir voru formlega taldir af í febrúar síðastliðnum.
Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna. Þeir voru formlega taldir af í febrúar síðastliðnum. Facebook

Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna.

Johns Snorra var í gær minnst á toppi Everest. Colin O'Brady náði þá toppi Everest og hafði nokkra fána meðferðis til að heiðra þá fjallagöngugarpa sem látist hafa á K2 á síðustu misserum.

Samferðamanna Johns, þeim Ali Sadpara og JP Mohr var einnig minnst við athöfnina auk tveggja annarra. Það voru Katalóníumaðurinn Sergi Minote og Búlgarinn Atanas Skatov. Þeir létust báðir á meðan John Snorri og félagar voru á leið upp K2.

O'Brady birti myndband af athöfninni og í því heyrist hann segjast elska og sakna allra þeirra sem fallið hafa frá á K2 undanfarið. Í lok myndbands bera tilfinningarnar hann ofurliði og hann brestur í grát.


Tengdar fréttir

John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af

Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.