Íslenski boltinn

Jóhannes Karl: Skil ekki hvers vegna vítið var dæmt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jóhannes Karl var ósáttur við dómara leiksins í kvöld.
Jóhannes Karl var ósáttur við dómara leiksins í kvöld. vísir/bára

Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ekkert sérstaklega sáttur í leikslok þegar hans menn lutu í gras fyrir FH.

„Við ætluðum að nýta okkur aðstæður. Nýta okkur meðvindinn til þess að komast í forystu og áttum nokkrar ákjósanlegar stöður, mikið af hornum og innköstum en inn vildi boltinn ekki. Svo gefum við FH klaufalegt víti.“

Jóhannes var ekki sáttur við að dómari leiksins hafi dæmt víti númer tvö í leiknum

„Þeir voru komnir í forystu og þetta var erfitt en við höfðum alveg trú á að við gætum jafnað það. En þetta var ansi erfitt fyrst að dómari leiksins ákvað að gefa FHingunum víti. Við gefum þeim eitt og svo gefur dómarinn þeim eitt. Þetta var engin snerting og ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum hann var að dæma þetta.“

Lennon fullkomnaði þrennu sína fljótlega eftir vítið og á var leikurinn í raun farinn frá heimamönnum.

„Já við fórum í það að reyna að sækja fyrsta markið okkar og minnka muninn. Komumst í einhverjar stöður en ekki nógu margar. Veðrið spilaði þarna inn í en FH voru klókir og lokuðu svæðunum vel. Við reyndum að breyta um leikkerfi og pressa þá aðeins en svo kemur þriðja markið og við vorum þá opnari til baka.“

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×