Íslenski boltinn

Okkur leið vel þegar við skoruðum mark númer tvö

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, var eðlilega sáttur með sína menn í kvöld.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, var eðlilega sáttur með sína menn í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, var að vonum sáttur eftir 0-3 sigur sinna manna á Akranesi í dag.

„Leikurinn breyttist talsvert eftir mark númer tvö. Þá vorum við komnir í ansi þægilega forystu með vindinn í bakið þó að það sé vissulega stundum hættuleg staða að vera í.“

Steven Lennon skoraði þrennu í þessum leik og er kominn nálægt því að vera með 100 mörk í efstu deild á Íslandi. Ólafur var ánægður með sinn mann.

„Já, hann er frábær leikmaður og er markaskorari og hefði svosem getað gert fleiri mörk í dag.“

FH gat leyft sér að senda inn unga og efnilega stráka sem stóðu sig margir vel, aðspurður sagði Ólafur að það væri ákveðið markmið í sjálfu sér að spila þeim.

„Já við höfum notað svolítið af yngri leikmönnum til þess að koma inná og það hefur tvímælalaust hjálpað okkur í þessu álagi og gott að vita að það er hægt að treysta þeim.“

Aðspurður sagði Ólafur að markmið liðsins væru skýr.

„Við settum okkur ákveðin markmið þegar ég kom inn og þau eru á pari núna.“

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.