Íslenski boltinn

Selfyssingar fá liðsstyrk úr tékknesku deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Susanna Friedrichs mun leika með Selfyssingum út leiktíðina 2022
Susanna Friedrichs mun leika með Selfyssingum út leiktíðina 2022 Mynd/Selfoss

Varnarmaðurinn Susanna Friedrichs hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss. Friedrichs mun leika með Selfyssingum út næstu leiktíð.

Selfyssingar greyndu frá þessu á Instagram síðu félagsins í gær, en Friedrichs, sem er 23 ára, getur leyst bæði stöðu bakvarðar og kantmannst báðum megin á vellinum.

Friedrichs kemur frá tékkneska liðinu FC Slovácko þar sem hún lék á seinustu leiktíð. Þar áður lék hún með liði VCU Rams í bandaríska háskólaboltanum.

Bergrós Ásgeirsdóttir er á leið út fyrir landsteinana næstu mánaðarmót og er Friedrichs ætlað að fylla hennar skarð í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar, þar sem Selfyssingar sitja í þriðja sæti.

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×