„Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júlí 2021 22:12 Unglingalandsmótið er alla jafna ein fjölmennasta hátíðin sem haldin er hvert sumar. Mynd/UMFÍ Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár. Í tilkynningu til fjölmiðla er haft eftir Þóri Haraldssyni, formanni framkvæmdanefndarinnar, miðað við þær forsendur sem settar eru með samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðnætti annað kvöld sé ljóst að ekki sé hægt að halda mótið. „Þetta er afar þungbær og erfið ákvörðun. Við erum með tárin í augunum því margir hafa lagt hart að sér að gera það að veruleika og mörg börn og ungmenni búin að áforma að njóta helgarinnar með fjölskyldum sínum og vinum. En í ljósi aðstæðna verðum við að sýna ábyrgð og samstöðu á þessum óvissutímum og taka þátt í baráttunni. Því miður er ómögulegt að halda mótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem settar hafa verið og því verðum við að fresta mótinu,“ segir Þórir. Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur staðið yfir síðustu ár og er þetta annað árið í röð sem mótinu er frestað. Mótið átti upphaflega að fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðin og Sveitarfélagið Árborg. Þórir Haraldssonmynd/Umfí „Mikil vinna orðin að engu - annað árið í röð“, segir orðrétt í tilkynningunni. Þórir segir ómögulegt að líta fram hjá framlagi sjálfboðaliða HSK við undirbúning Unglingalandsmótsins. Þeir hafi lagt mikið á sig nú tvö ár í röð við undirbúning móta sem ekki fara fram. Ætla megi að um 3.000 klukkustundir sé þegar búið að vinna auk þess sem hátt í 200 sjálfboðaliðar hefðu unnið á hverjum degi á mótinu sjálfu. Mikil verðmæti hafi því orðið að engu í núverandi COVID-bylgju. Skráning hefur verið í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ í allan júlí og stefndi í að mótið yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi. UMFÍ mun endurgreiða öllum þátttakendum sem þegar hafa skráð sig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Árborg Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í tilkynningu til fjölmiðla er haft eftir Þóri Haraldssyni, formanni framkvæmdanefndarinnar, miðað við þær forsendur sem settar eru með samkomutakmörkunum sem taka gildi á miðnætti annað kvöld sé ljóst að ekki sé hægt að halda mótið. „Þetta er afar þungbær og erfið ákvörðun. Við erum með tárin í augunum því margir hafa lagt hart að sér að gera það að veruleika og mörg börn og ungmenni búin að áforma að njóta helgarinnar með fjölskyldum sínum og vinum. En í ljósi aðstæðna verðum við að sýna ábyrgð og samstöðu á þessum óvissutímum og taka þátt í baráttunni. Því miður er ómögulegt að halda mótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem settar hafa verið og því verðum við að fresta mótinu,“ segir Þórir. Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur staðið yfir síðustu ár og er þetta annað árið í röð sem mótinu er frestað. Mótið átti upphaflega að fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020 í samstarfi við Héraðssambandið Skarphéðin og Sveitarfélagið Árborg. Þórir Haraldssonmynd/Umfí „Mikil vinna orðin að engu - annað árið í röð“, segir orðrétt í tilkynningunni. Þórir segir ómögulegt að líta fram hjá framlagi sjálfboðaliða HSK við undirbúning Unglingalandsmótsins. Þeir hafi lagt mikið á sig nú tvö ár í röð við undirbúning móta sem ekki fara fram. Ætla megi að um 3.000 klukkustundir sé þegar búið að vinna auk þess sem hátt í 200 sjálfboðaliðar hefðu unnið á hverjum degi á mótinu sjálfu. Mikil verðmæti hafi því orðið að engu í núverandi COVID-bylgju. Skráning hefur verið í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ í allan júlí og stefndi í að mótið yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi. UMFÍ mun endurgreiða öllum þátttakendum sem þegar hafa skráð sig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Árborg Tengdar fréttir Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59 Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31 Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02 Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09 Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Skipuleggjendur bregðast við hertum aðgerðum með ólíkum hætti Skipuleggjendur hátíða og annarrar dagskrár sem átti að vera nú um helgina eða á næstunni hafa brugðist við hertum samkomutakmörkunum á mismunandi hátt. 23. júlí 2021 21:59
Kanna hvort hægt verði að halda þjóðhátíð eftir nokkrar vikur Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að kannaður verði möguleikinn á því að fresta þjóðhátíð um nokkrar vikur. Erfitt verði að halda hátíðina um verslunarmannahelgina innan þeirra samkomutakmarkana sem taka eiga gildi á morgun. 23. júlí 2021 19:31
Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands. 23. júlí 2021 20:02
Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í. 23. júlí 2021 20:09
Einni með öllu á Akureyri aflýst Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann. 23. júlí 2021 20:15