Innlent

Einni með öllu á Akureyri aflýst

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það verður engin Ein með öllu á Akureyri þetta árið.
Það verður engin Ein með öllu á Akureyri þetta árið. Vísir/Vilhelm

Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að þetta sé gert vegna aukningu á útbreiðslu Covid-19 faraldursins og þeirra ráðstafana sem ríkisstjórnin kynnti í kvöld og taka gildi á miðnætti annað kvöld.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist vera mjög uggandi yfir því hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu vikuna og að ekki sé hægt að stefna saman þúsundum manna eins og staðan sé nú.

„Við viljum allt til þess vinna að halda útbreiðslu Covid-19 í skefjum og þjóðin verður að sýna samstöðu í þessari baráttu. Við höfum gert það áður og við getum það aftur,“ segir Ásthildur Sturludóttir.

Fáeinir smærri viðburðir verða leyfðir með fjöldatakmörkunum og stífum sóttvarnareglum. Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram enda brjóti það ekki í bága við þær fjöldatakmarkanir eða nándarreglur sem ríkisstjórnin hefur sett en ýmsir smærri hliðarviðburðir sem voru á dagskrá falla niður.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.