Íslenski boltinn

Celtic sækir liðsstyrk frá Akureyri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
María Catharina Ólafsdóttir er á leið í skosku deildina.
María Catharina Ólafsdóttir er á leið í skosku deildina. Mynd/thorsport.is

María Catharina Ólafsdóttir Gros, leikmaður Þórs/KA, er gengin til liðs við skoska úrvalsdeildarfélagið Celtic frá Glasgow. María skrifar undir tveggja ára samning við félagið.

Frá þessu er greint á heimasíðu Akureyrarliðsins. María er fædd árið 2003 og er því aðeins 18 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur á hún að baki 48 meistaraflokksleiki og hefur hún skorað í þeim sex mörk. Ásamt því hefur hún spilað 24 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Celtic lenti í öðru sæti skosku úrvalsdeildairnnar á seinasta tímabili eftir harða baráttu við nágranna sína í Glasgow City FC.

Tímabilið í skosku deildinn er ekki hafið en þrátt fyrir það er stutt í ýmis verkefni. Fyrsti leikur Maríu með nýju liði er æfingaleikur gegn Sunderland í kvöld, áður en kemur að æfingamóti í Austurríki. Celtic tekur einnig þátt í Meistaradeild Evrópu og mætir spænska liðinu Levante þann 18. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×