Erlent

Með tvo fanga­verði í gíslingu og vilja fá þyrlu og 20 pítsur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu vegna gíslatökunnar.
Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu vegna gíslatökunnar. EPA-EFE/PER KARLSSON

Tveir dæmdir morðingjar hafa tekið tvo fangaverði í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð. Þeir hafa farið fram á að fá þyrlu og tuttugu kebabpítsur.

Mennirnir tveir, Isak Dewit og Haned Mahamed Abdullahi, eru vopnaðir rakvélaböðum, að því er Aftonbladet greinir frá. Samkvæmt miðlinum hafa fangarnir samþykkt að sleppa öðrum fangavarðanna gegn því að fá pítsurnar, sem samþykkt hefur verið að afhenda þeim.  Gíslatökumennirnir vildu að allir fangar í þeirra álmu fengju pítsu.

Aftonbladet hefur eftir Torbjörn Sivertsson, fyrrverandi lögreglumanni, að gáfulegt sé að ganga að kröfum fanganna um pítsurnar. Þannig sé búið að opna á samningaviðræður.

Mikill viðbúnaður lögreglu hefur verið við fangelsið, en sænskir miðlar greina frá því að lögregla sé nú komin inn í fangelsið.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:29.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×