Erlent

Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum

Árni Sæberg skrifar
Ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO selur njósnaforritið Pegasus.
Ísraelska hugbúnaðarfyrirtækið NSO selur njósnaforritið Pegasus. Jack Guez/Getty

Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki.

NSO þvertekur fyrir að brjóta nokkur lög og segir hugbúnað sinn aðeins ætlaðan til að fylgjast með glæpa- og hryðjuverkamönnum. Fyrirtækið segir enn fremur að það selji búnað sinn eingöngu ríkjum sem virða mannréttindi þegna sinna.

Stór hluti símanúmeranna á listanum eru skráð í tíu löndum: Aserbaídsjan, Barein, Ungverjalandi, Indlandi, Kasakstan, Mexíkó, Marokkó, Rúanda, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ljóst er að þessi lönd eru ekki þekkt fyrir mikla virðingu fyrir mannréttindum þegna sinna.

Talsmenn landanna sem um ræðir hafa ýmist neitað að nota Pegasus eða að hafa farið út fyrir heimild sína til eftirlits með þegnum sínum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×