Sjáðu mörkin úr óvæntum sigri ÍA, fyrstu mörk sumarsins á Greifavelli, sigurmark Lennon og glæsimark Höskuldar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 08:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn KR. Vísir/Hulda Margrét Hér að neðan má sjá mörkin úr síðustu fjórum leikjum Pepsi Max deildar karla. Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Á laugardag vann ÍA 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals, í gær vann KA 2-0 sigur á HK í fyrsta leik sumarsins á Greifavelli á Akureyri. FH lagði Fylki 1-0 í leik sem bauð upp á hvert dauðafærið á fætur öðru en á sama tíma gerðu KR og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vesturbæ Reykjavíkur. Það verður að segjast að sigur botnliðs ÍA á Íslandsmeisturum Vals hafi verið einkar óvæntur en Valsmenn tróna á toppi deildarinnar um þessar mundir. Eftir markalausan fyrri hálfleik var Sebastian Hedlund fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann skallaði fyrirgjöf í eigið net snemma í síðari hálfleik. Johannes Vall er svo skráður fyrir öðru marki Vals en skot að marki fór þá í hann og í netið. Staðan því 2-0 en leikmenn ÍA ekki enn búnir að koma tuðrunni í netið af eigin sjálfsdáðum. Kaj Leo í Bartalsstovu minnkaði muninn með glæsimarki en nær komust gestirnir ekki og lokatölur því 2-1 ÍA í vil. Klippa: ÍA 2-1 Valur KA tók á móti HK á Greifavelli en fram að leik gærdagsins höfðu heimamenn leikið á Dalvík. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA yfir eftir tæpan hálftíma er hann kláraði vel úr þröngu færi. Varnarleikur HK í markinu var ekki til útflutnings. Daníel Hafsteinsson gerði út um leikinn með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Klippa: KA 2-0 HK Steven Lennon tryggði FH 1-0 sigur á Fylki þar sem bæði lið fengu frábær færi til að skora. Heimamenn í FH bókstaflega óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum yfir línuna. Fylkir hefði svo getað tekið forystuna í síðari hálfleik en brást bogalistin. Lennon braut svo ísinn og tryggði FH ómetanlegan 1-0 sigur. Klippa: FH 1-0 Fylkir Að lokum mættust KR og Breiðablik í Vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Kjartan Henry Finnbogason með skalla af stuttu færi í upphafi síðari hálfleiks. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, jafnaði metin með góðu skoti úr aukaspyrnu og staðan því jöfn 1-1 um miðbik hálfleiksins. Fleiri urðu mörkin ekki og loks tókst Blikum að forðast tap gegn KR. Fyrir leikinn höfðu lærisveinar Rúnars Kristinssonar unnið sex leik í röð gegn þeim grænklæddu. Klippa: KR 1-1 Breiðablik Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0| Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27
Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn