Íslenski boltinn

KR með fimm stiga forskot á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk í kvöld.
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk í kvöld. Vísir/Daníel

KR styrkti stöðu sína á toppi Lengjudeildar kvenna með 3-2 heimasigri á Augnablik í kvöld. KR-ingar snéru taflinu við eftir að hafa lent undir gegn botnliðinu.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom KR-ingum yfir áður en Margrét Brynja Kristinsdóttir jafnaði metin fyrir gestina.

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði annað mark Augnablik og botnliðið því komið með 2-1 forystu gegn efsta liði deildarinnar.

KR stúlkur náðu þó að snúa leiknum aftur sér í hag. Guðmunda Brynja bætti öðru marki sínu við og jafnaði metin áður en Margrét Edda Lian Bjarnadóttir tryggði KR-ingum 3-2 sigur.

KR-ingar eru nú með 25 stig á toppi deildarinnar, fimm stigum meira en næstu lið. Augnablik situr enn á botninum með fimm stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.