Veður

Á­fram hlýjast á Norður- og Austur­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Blíða hefur verið á Austurlandi síðustu daga. 
Blíða hefur verið á Austurlandi síðustu daga.  Vísir/Vilhelm

Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður.

Á norðanverðu Snæfellsnesi og norðantil á Ströndum verður enn hvassara í vindstrengjum og þar geta vindhviður farið yfir 30 metra á sekúndu, en slíkar aðstæður eru varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Það dregur úr vindi seint í dag en bætir jafnframt í úrkomuna. Í kvöld og nótt verður allvíða rigning eða súld, en þó verður úrkomulítið fyrir norðan til morguns.

Suðvestlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og dálitlar skúrir eftir hádegi á morgun, en 8 til 15 og léttir til á Suðausturlandi. Hiti 8 til 18 stig.

Eftir hádegi á morgun er útlit fyrir suðvestan golu og dálitlar skúrir víða um land, en á Suðausturlandi verður heldur meiri vindur og þurrt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðlæg átt 5-13 m/s og væta með köflum í flestum landshlutum. Breytileg átt eftir hádegi og dregur úr úrkomu sunnan heiða. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast NA-til.

Á laugardag: Norðvestan og vestan 3-10 og bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir um landið N-vert. Léttir víða til seinnipartinn. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á SA-landi.

Á sunnudag og mánudag: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en sums staðar þokusúld V-til á landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast A-lands.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með dálítilli vætu um landið V-vert, en björtu veðri eystra. Áfram hlýtt í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.