Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2021 19:25 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira