Erlent

Hóp­­smit um borð í flug­­móður­­skipi drottningar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Flugmóðurskipið er stórt. Um borð í því eru nú átján herþotur og fjórtán herþyrlur.
Flugmóðurskipið er stórt. Um borð í því eru nú átján herþotur og fjórtán herþyrlur. getty/Peter Titmuss

Um hundrað her­menn á breska flug­móður­skipinu HMS Qu­een Eliza­beth, sem er nefnt í höfuðið á Elísa­betu Eng­lands­drottningu, hafa greinst með Co­vid-19. Her­mennirnir eru allir full­bólu­settir og mun skipið halda á­fram leið­angri sínum.

Þetta er fyrsta lang­ferð flug­móður­skipsins, sem fer um heim allan á sjö mánaða siglingu á­samt fylkingu smærri her­skipa sem fylgja því. 

Á­hafnar­með­limir hluta þeirra hafa einnig greinst með veiruna en í frétt BBC kemur hvergi fram hve margar á­hafnir hafi séu með smitaða á­hafnar­með­limi.

Sjá einnig: Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu

Rúmir fimm mánuðir eru eftir af för skipa­flotans og mun hann halda ó­breyttri á­ætlun sinni þrátt fyrir hóp­smitið. Her­skipin eru nú á Ind­lands­hafi og er á leið til Japan.

Gripið hefur verið til ráð­stafana innan skipsins og eru þeir smituðu nú í ein­angrun en hinir á­hafnar­með­limirnir hafa tekið upp grímu­notkun og halda vissri fjar­lægð hver frá öðrum.

Flugmóðurskipinu fylgja sex herskip og kafbátur auk þess sem á flugmóðurskipinu sjálfu eru samtals átján herþotur og fjórtán herþyrlur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.