Íslenski boltinn

„Sindri, fokking skammastu þín“

Sindri Sverrisson skrifar
Ósvald Jarl Traustason lenti í hörkutæklingu frá Sindra Snæ Magnússyni í Breiðholti í gærkvöld. Sindri fékk gult spjald fyrir brotið.
Ósvald Jarl Traustason lenti í hörkutæklingu frá Sindra Snæ Magnússyni í Breiðholti í gærkvöld. Sindri fékk gult spjald fyrir brotið. Stöð 2 Sport

„Mér finnst allt tal um rautt spjald argasta vitleysa,“ sagði Atli Viðar Björnsson um brot Sindra Snæs Magnússonar, leikmanns ÍA, gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í gærkvöld. Rauða spjaldið fór reyndar á loft, vegna mótmæla.

„Þetta er gjörsamlega út úr kortinu! Sindri, fokking skammastu þín,“ var meðal þess sem mátti heyra frá varamannabekk Leiknismanna eftir brot Sindra á Ósvaldi Jarli Traustasyni. 

Hlynur Helgi Arngrímsson, aðstoðarþjálfari Leiknis, fékk að líta rauða spjaldið en Leiknismenn unnu leikinn 2-0.

Sérfræðingarnir í Pepsi Max Stúkunni skoðuðu brot Sindra og voru ekki á því að brotið verðskuldaði rautt spjald. Sindri fékk gult spjald.

Klippa: Pepsi Max Stúkan: Rautt spjald á loft í Breiðholti

„Það er mikil ákefð í tæklingunni. Sindri kemur inn af miklum krafti, áður en hann nálgast Ósvald, en það er ekkert að þessari tæklingu. Ég sé ekki betur en að hann fari bara í boltann. Hann fer „í gegn“, en allt tal um rautt spjald er argasta þvæla,“ sagði Atli Viðar.

Sindri var augljóslega pirraður í aðdraganda brotsins, eftir að leikurinn hafði verið stöðvaður þegar Ísak Snær Þorvaldsson fékk högg í andlitið. Sindri virtist telja að Leiknismenn ættu að senda boltann á Skagamenn þegar leikurinn fór aftur í gang.

Máni: Heppinn að hafa ekki slasað hann

„Ég veit það ekki. Sindri er pirraður og er að fara þarna til þess að brjóta. Hann er augljóslega pirraður. Ég ætla ekki að fara að segja að þetta sé rautt spjald, hann tekur boltann, en hugarástand Sindra er ekki upp á tíu þarna og hann má teljast heppinn að hafa ekki farið verr í hann og slasað hann. Sindri gerir vanalega ekki svona heimskulega hluti í fótbolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Af hverju segir þú að þetta sé heimskulegt?“ spurði Atli Viðar.

„Hann veður alveg í hann, á fullri ferð. Ef hann hefði misst aðeins marks og ekki hitt boltann þá hefði hann stórslasað manninn,“ sagði Máni.

Atvikið og umræðurnar í Stúkunni má sjá hér að ofan.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

„Sterkir karakterar verða til í mótlæti“

ÍA tapaði 2-0 fyrir nýliðum Leiknis í kvöld. Leiknir voru heilt yfir betri aðilinn út á grasinu sem skilaði sér í tveimur mörkum og þremur stigum.Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur í leiks lok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×