Erlent

Helmingur íbúa Evrópu­sam­bandsins full­bólu­settur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AP/John Thys

Meira en helmingur allra full­orðinna ein­stak­linga í Evrópu­sam­bandinu er nú full­bólu­settur. Þetta til­kynnti Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins á Twitter-reikningi sínum í morgun.

„Til að koma í veg fyrir að ný af­brigði verði til og forðast nýja bylgju far­aldursins er mikil­vægt að allir bólu­setji sig,“ sagði Ur­sula í færslunni.

„Búið er að af­henda bólu­efna­skammta sem duga til að bólu­setja sjö­tíu prósent allra full­orðinna ein­stak­linga innan Evrópu­sam­bandsins. Gerum það,“ skrifar hún.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×