Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin um alla Kúbu um helgina. EPA-EFE/Ernesto Mastrascusa Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi. Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Mótmælin sem fara fram á Kúbu um þessar mundir eru þau stærstu sem orðið hafa á eyjunni í þrjá áratugi. Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. Kúbverjar eru margir orðnir langþreyttir á efnahagsástandinu í landinu auk þess sem kórónuveirufaraldurinn hefur gert illt verra en stjórnvöld eru sökuð um að nýta sér ástandið til að skerða frelsi einstaklingsins enn frekar. Forseti landsins hefur fordæmt mótmælin og kallað mótmælendur skammarlega afbrotamenn. Hann hefur sakað mótmælendur um að reyna að grafa undan „kommúnískri byltingu“ í landinu með ofbeldisfullum mótmælum. Aðstæður séu vissulega ekki með besta móti Forsetinn játaði að vandamál á borð við matarskort og rafmagnsleysi steðjuðu að Kúbverjum og sagði áhyggjur fólksins á rökum reistar. Hann kenndi bandarískum viðskiptaþvingunum þó um ástandið í landinu. Rogelio Polanco Fuentes, yfirmaður hugmyndafræðideildar Kommúnistaflokks Kúbu, segir mótmælin vera hluta af tilraunum bandarískra stjórnvalda til að búa til óstöðugleika og glundroða á Kúbu. Þá líkti hann mótmælunum við misheppnaða tilraun til valdaráns í Venesúela árið 2019 sem hann sagði einnig studda af Bandaríkjunum. Mótmælendur hafa hafnað öllum fullyrðingum forsetans og flokks hans um stuðning Bandaríkjanna við mótmælin. „Það sem er að gerast hérna er algjörlega sögulegt fyrir okkur, ég held að héðan verði ekki aftur snúið. Hlutirnir verða aldrei samir eftir þetta,“ segir Carolina Barrero, aðgerðasinni frá Havana. „Við erum að tala um mörg þúsund manns um alla eyjunna. Í hverjum smábæ voru mótmæli, algjörlega sjálfsprottin,“ bætir hún við. Heimsleiðtogar hafa tjáð sig um mótmælin Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur beðið ráðamenn á Kúbu að hlusta á skýr hróp þegna sinna um frelsi. „Kúbverska þjóðin er að fara fram á grundvallarmannréttindi með hugrökkum hætti,“ sagði forsetinn í tilkynningu í dag. Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó hefur sagst vona eftir friðsælli lausn á vandanum í Kúbu. „Kúbverjar verða að ákveða lausnina sjálfir af því Kúba frjáls, sjálfstæð og sjálfráða þjóð — það má ekki vera nein afskiptastefna,“ bætti hann við. Þá hefur talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins varað við utanaðkomandi afskiptasemi sem væri ætlað að koma Kúbu úr jafnvægi.
Kúba Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“