Íslenski boltinn

Breytingar hjá Vestra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heiðar Birnir Torleifsson, til hægri, er hann skrifaði undir samninginn.
Heiðar Birnir Torleifsson, til hægri, er hann skrifaði undir samninginn. Vestri.is

Heiðar Birnir Torleifsson er hættur sem þjálfari Vestra í Lengjudeild karla en þetta staðfesti félagið í kvöld.

Heiðar Birnir tók við af Bjarna Jóhannssyni eftir síðustu leiktíð en hann lætur af störfum að eigin ósk.

Í frétt á heimasíðu Vestra er Heiðari þakkað fyrir mikið og gott samstarf en hann var aðstoðarþjálfari Bjarna þar áður.

Leit að eftirmanni Heiðars er hafin en Vestri er í sjötta sæti deildarinnar með sextán stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.