Auglýsing fyrir bólusetningu vekur hörð viðbrögð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2021 13:00 Skjáskot úr auglýsingunni, sem mörgum þykir nokkuð gróf. Stjórnvöld segja það hafa verið ætlunina að hafa auglýsinguna grófa. Twitter Áströlsk auglýsing sem ætlað var að hvetja fólk til þess að skrá sig í bólusetningu hefur vakið hörð viðbrögð í áströlsku samfélagi. Mörgum hefur þótt auglýsingin vera sett fram sem hræðsluáróður og þá hefur tímasetning hennar verið gagnrýnd, með tilliti til framgangs bólusetningarátaksins í landinu, sem gengur hægt. Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Í auglýsingunni, sem send er út í nafni ástralskra stjórnvalda, sést kona í öndunarvél berjast um og eiga erfitt með andardrátt. Í texta sem fylgir segir: „Covid-19 getur haft áhrif á hvern sem er. Haltu þig heima. Farðu í sýnatöku. Bókaðu bólusetningu.“ WARNING: Here is the GRAPHIC Australian Government #COVID19 ad to run in Sydney. #COVID19nsw pic.twitter.com/6IXgBy7miw— Karen Barlow (@KJBar) July 11, 2021 Mörgum hefur þótt framsetningin nokkuð gróf, en einnig ósanngjörn, þar sem fólk undir fertugu í Ástralíu getur almennt ekki átt von á því að komast í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs. Því sé takmörkuð hjálp í því að hvetja þann aldurshóp til að mæta í bólusetningu, í það minnsta eins og er. Þannig segir sjónvarpsmaðurinn Hugh Riminton að það sé „fullkomlega móðgandi“ að birta auglýsingu sem þessa, þar sem margir Ástralar á sama aldri og konan í auglýsingunni bíði þess enn að fá „andskotans bólusetninguna sína.“ Completely offensive to run an ad like this when Australians in this age group are still waiting for their bloody vaccinations. https://t.co/4xF5hZAkqp— Hugh Riminton (@hughriminton) July 11, 2021 Sem stendur er auglýsingin aðeins í sýningu í borginni Sydney, hvar útbreiðsla Delta-afbrigðis kórónuveirunnar er mikil og gripið hefur verið til harðra aðgerða vegna þess. Auglýsingin eigi að vera gróf Ríkisstjórn Ástralíu hefur varið birtingu auglýsingarinnar, og segir Paul Kelly, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, að auglýsingin hafi átt að vera sláandi. Markmiðið hafi verið að koma þeim skilaboðum til fólks að það þyrfti að halda sig heima, mæta í sýnatöku og bóka tíma í bólusetningu. „Við gerðum þetta vegna ástandsins í Sydney.“ Hægt hefur gengið að bólusetja ástralskan almenning, og hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir seinaganginn. Bólusetningar hófust í febrúar en aðeins um tíu prósent af íbúum landsins hafa verið fullbólusett. Þá stöðu sem uppi er í landinu má meðal annars rekja til þess að lítið hefur borist af bóluefni Pfizer til landsins, auk óvissu sem uppi er hjá almenningi um bóluefni AstraZeneca, sem heilbrigðisyfirvöld hafa aukið á með óskýrum skilaboðum til almennings um virkni og öryggi bóluefnisins.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11 Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan. 8. júlí 2021 07:11
Framlengja útgöngubann í Sydney Yfirvöld í Nýju-Suður Wales í Ástralíu hafa ákveðið að framlengja útgöngubann í stórborginni Sydney um viku til viðbótar, eða til 16. júlí. Útgöngubanninu var komið á fyrir rúmum tveimur vikum í tilraun til að hefta útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. 7. júlí 2021 07:43