Erlent

Tilfellum fjölgar enn þrátt fyrir útgöngubann

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sýnataka við verslunarmiðstöð í Sydney.
Sýnataka við verslunarmiðstöð í Sydney. epa/Mick Tsikas

Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið í gildi í Sydney í Ástralíu í tvær vikur vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar halda tilfellinn áfram að hrannast upp og í gær voru fleiri greindir smitaðir á einum sólarhring en í fjórtán mánuði þar á undan.

38 greindust í borginni og nú hafa 370 greinst með Delta afbrigðið svokallaða í Sydney.

Hluti vandans er að íbúar fara ekki eftir fyrirmælum stjórnvalda sem sárbæna nú almenning um að vera heima hjá sér og heimsækja ekki annað fólk. Útgöngubannið var framlengt fyrr í þessari viku þegar ljóst varð að það var ekki að hafa tilætluð áhrif. 

Mikil reiði er einnig í garð stjórnvalda en í Ástralíu hefur gengið óvenju hægt að bólusetja gegn kórónuveirunni. Minna en tíu prósent fullorðinna hafa nú fengið sprautu og ekki er útlit fyrir að fólk undi fertugu komist í bólusetningu fyrr en undir lok þessa árs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.