Erlent

Bran­son skotið á loft í beinni: „Mig hefur langað út í geim síðan ég var lítill strákur“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Branson fær loks að fara út í geim.
Branson fær loks að fara út í geim. AP

Ævi­draumur Richards Bran­son, bresks kaup­sýslu­manns, rætist innan skamms þegar geim­ferjan Virgin Galactic skýst á loft klukkan 14:30 með honum innan­borðs.

Geim­ferjan mun ná upp að jaðri loft­hjúpsins þar sem allt verður svart og hægt er að sjá hvernig yfirborð jarðar sveigist í boga og þannig afsanna hina fornu speki um flata jörð.

Bran­son ætlar að hefja ferðir af þessu tagi fyrir við­skipta­vini sína á næsta ári.

Flug­farið leggur af stað frá Nýju-Mexíkó klukkan 14:30 og verður sýnt beint frá geims­kotinu hér að neðan:

„Mig hefur langað út í geim síðan ég var lítill strákur. Og ég vil gera hundruðum þúsunda kleift að gera það líka á næstu hundrað árum,“ sagði Branson í samtali við BBC.

„Og hvers vegna ætti fólk ekki að geta farið út í geim? Geimurinn er ótrúlegur; alheimurinn er stórkostlegur. Ég við að fólk geti litið niður á fallegu Jörðina okkar og komið síðan til baka og unnið hörðum höndum við að viðhalda henni.“


Tengdar fréttir

Auðjöfrar fjölmenna í geimnum

Auðjöfurinn Richard Branson ætlar að láta skjóta sér út í geim á sunnudaginn. Hinn 70 ára gamli Branson mun fara út í geim um borð í VSS Unity, geimflaug fyrirtækisins Virgin Galactic, sem Branson á.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.