Erlent

Hófu skot­hríð á palestínska mót­mælendur

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fjórir ísraelskir hermenn á verði á Vesturbakkanum.
Fjórir ísraelskir hermenn á verði á Vesturbakkanum. getty/joel carillet

Hundruð palestínskra mót­mælenda særðust þegar Ísraels­her hóf skot­hríð á þá í gær. Mót­mælendurnir höfðu safnast saman við ó­lög­lega út­varðar­stöð Ísraels­manna á Vestur­bakkanum til að mót­mæla henni.

Fleiri en 370 eru særðir eftir skot­hríðina og segir í frétt Al Jazeera að alla­vega 31 þeirra hafi verið skotnir með venju­legum byssu­kúlum. Hinir voru skotnir með gúmmí­kúlum.

Mót­mælendurnir köstuðu steinum að her­mönnum Ísraels­her og var þá mætt með tára­gasi sem drónar hersins slepptu niður á hóp mót­mælenda og skot­hríð, bæði með venju­legum kúlum og gúmmí­kúlum.

Þetta gerðist í bænum Beita á Vestur­bakkanum en svo virðist sem land­töku Ísraels­manna hafi verið mót­mælt víðar. Er­lendir miðlar greina frá því að mót­mælendur í bænum Kafr Qaddum og á svæðinu Masa­fer Yatta hafi verið hraktir til baka af Ísraels­her með tára­gasi. Þar er þó ekkert minnst á að herinn hafi beitt skot­vopnum.

Talið er að um 650 þúsund manns búi á land­töku­svæðum Ísraels­manna á Vestur­bakkanum. Land­tökur Ísraels­manna á svæðinu eru ó­lög­legar af al­þjóða­sam­fé­laginu.


Tengdar fréttir

Ísraels­menn varpa aftur sprengjum á Gasa

Ísraels­menn gerðu loft­á­rás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að í­kveikju­sprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu.

Spennan magnast á Gasa eftir loft­á­rásir í nótt

Ísraels­menn vörpuðu sprengjum á Gasa­svæðið í nótt í annað sinn frá því að vopna­hlés­samningur var gerður í lok síðasta mánaðar eftir ellefu daga hörð átök á svæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×