Erlent

Ísraels­menn varpa aftur sprengjum á Gasa

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Frá sprengjuárásum Ísraelsmanna á Gasa-borg í maí.
Frá sprengjuárásum Ísraelsmanna á Gasa-borg í maí.

Ísraels­menn gerðu loft­á­rás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að í­kveikju­sprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu.

Þetta eru fyrstu al­var­legu átök sem hafa brotist út á svæðinu frá því að vopna­hlés­samningur var gerður þann 21. maí síðast­liðinn.

Á­tökin í síðasta mánuði stóðu yfir í ellefu daga og létust þá að minnsta kosti 256 Palestínu­menn og 13 Ísraels­menn.

Í yfir­lýsingu frá ísraelska varnar­liðinu, IDF, segir að her­þotur þess hafi sprengt her­stöðvar Hamas-sam­takanna í borginni Khan Yunis á Gasa-svæðinu. Ísraelar full­yrða að í her­stöðinni hafi farið fram hryðju­verka­starf­semi og að IDF væri reiðu­búið að hefja átök aftur af fullum krafti „í ljósi á­fram­haldandi hryðju­verka frá Gasa-svæðinu“.

Er­lendir fjöl­miðlar sem eiga sér heimildar­menn innan Hamas-sam­takanna segja að enginn hafi slasast í loft­á­rásunum í kvöld.

Ísraels­menn segja þá að í­kveikju­sprengjurnar sem voru sendar frá Gasa-svæðinu með blöðrum hafi kveikt að minnsta kosti tuttugu elda á ökrum í suður­hluta landsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×