Erlent

Hópur fólks varð fyrir lest í Svíþjóð

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hópur fólks varð fyrir lest rétt fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun.
Hópur fólks varð fyrir lest rétt fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun. Getty/Francis Joseph Dean

Hópur fólks varð fyrir lest rétt fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun. Ekki er vitað hve margir urðu fyrir lestinni en yfirmaður björgunarsveita sem brást við slysinu segir að það sé mjög alvarlegt.

Slysið varð klukkan 10:45 að staðartíma í morgun og viðbragðsaðilar voru kallaðir til stuttu síðar. Mikið viðbragð er á staðnum, björgunarsveitir, lögregla og sjúkrabílar eru á staðnum.

Að sögn Patriks Freij, yfirmanns björgunarsveitarinnar í Kristianstad, segir í samtali við sænska ríkisútvarpið að lestin hafi keyrt á nokkra sem voru á lestarteinunum. Lestin var kyrrsett og er enn á staðnum. Farþegar í lestinni þurftu að bíða um borð þar til um klukkan 13 að staðartíma, klukkan 11 að íslenskum tíma, þegar rýming hófst.

„Lestin keyrði á nokkra sem voru á lestarteinunum. Þetta er mjög alvarlegt slys,“ segir Freij.

„Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist. Við höfum girt svæðið af,“ sagði Åsa Emauelsson, talsmaður lögreglu í samtali við sænska ríkisútvarpið.

Lokað hefur verið fyrir alla umferð um lestarteinana milli Hässleholm og Sösdala. Þá hafa orðið einhverjar tafir á lestarumferð milli Malmö og Stokkhólms. Skånetrafiken, lestarþjónusta Svíþjóðar, segir ekki liggja fyrir hvenær samgöngur hefjist með eðlilegum hætti að nýju.

„Við höfum sent út rútur sem munu keyra frá Hässleholm til Eslöv, Lundar og Kristianstad,“ segir Kajsa Jakobsson, talsmaður Skånetrafiken.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×