Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörkin, umdeilda vítadóminn og rauða spjaldið umtalaða

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kjartan Henry skoraði í kvöld.
Kjartan Henry skoraði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það var af nógu að taka í leikjum kvöldsins í Pepsi Max-deild karla. Víkingar unnu nauman 1-0 sigur á ÍA í Víkinni og KR lagði KA 2-1 á Dalvík.

Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta rautt spjald í liði KR þar sem hann fékk að líta tvö gul spjöld með aðeins nokkurra sekúndna millibili um miðjan fyrri hálfleik. 

Þrátt fyrir að vera aðeins tíu komust KR-ingar yfir á 41. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar en Elfar Árni Aðalsteinsson jafnaði strax í næstu sókn fyrir KA.

Undir lok fyrri hálfleiks var brotið á Kristni Jónssyni, bakverði KR, innan teigs og skoraði Pálmi Rafn Pálmason af punktinum. Tíu KR-ingar börðust eins og ljón í síðari hálfleiknum og unnu leikinn 2-1 eftir hjálp frá Beiti Ólafssyni, sem átti stórleik milli stanganna hjá KR.

Klippa: KA - KR

Í Víkinni mætti Víkingur botnliði ÍA. Víkingar voru þar sterkari aðilinn lengst af en Árni Marinó Einarsson var frábær í marki Skagamanna. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem ísinn var brotinn þegar Víkingur fékk dæmda vítaspyrnu sem gestirnir voru allt annað en ánægðir með.

Daninn Nikolaj Hansen steig á punktinn og skoraði af öryggi, sitt tíunda mark í sumar, og tryggði heimamönnum 1-0 sigur.

Klippa: Víkingur - ÍA

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.