„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 12:01 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfsisstofnun Vísir Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira